Almennir skilmálar og greiðsluskilmálar

Gildir frá 01. júní 2021.

  1. Almennir skilmálar
    1. 1881 Góðgerðafélag ses. stendur fyrir áskorunum undir heitinu Gefðu fimmu. Þessir skilmálar gilda um skráningu og þátttöku í Gefðu fimmu áskorununum. Með því að skrá þig til þátttöku samþykkir þú þessa skilmála.
    2. 1881 Góðgerðafélag ses. ber ekki ábyrgð á heilsu þátttakenda í áskorunum á vegum þess, hvorki á meðan áskorunum stendur né í tengslum við þær. Þá ábyrgist 1881 Góðgerðafélag ses. eða starfsmenn þess og samstarfsaðilar ekki tjón, hvorki líkamlegt, andlegt né fjárhagslegt, sem þátttakendur verða fyrir vegna þátttöku í áskorunum á vegum þess.
    3. 1881 Góðgerðafélag ses. áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála þessa án sérstakra tilkynninga. Skilmálarnir sem eru í gildi þegar aðili skráir sig til þátttöku í Gefðu fimmu áskorun gilda um viðkomandi skráningu.
    4. Persónuupplýsingar sem þátttakendur gefa upp verða meðhöndlaðar af fullum trúnaði og í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Nánari ákvæði um meðhöndlun persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu 1881 Góðgerðafélags ses., sem er aðgengileg hér og telst órjúfanlegur hluti skilmála þessara.
    5. Hvers kyns notkun vörumerkja og viðskiptaheita sem birt eru á vefsíðum 1881 Góðgerðafélags ses. er óheimil nema að fengnu skriflegu leyfi frá 1881 Góðgerðafélagi ses.
    6. 1881 Góðgerðafélag ses. ber ekki ábyrgð á efni sem birtist á heimasíðum eða samfélagsmiðlum sem ekki er haldið úti af 1881 Góðgerðafélag ses.
    7. Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Sé uppi ágreiningur um efni og túlkun þeirra eða starfsemi 1881 Góðgerðafélags ses. skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
  2. Greiðsluskilmálar
    1. Öll verð sem eru gefin upp á heimasíðunni fyrir Gefðu fimmu áskoranirnar eru í íslenskum krónum.
    2. Heildarfjárhæð þátttökugjalds sem gefin er upp er endanlegt verð fyrir valda áskorun. Enginn virðisaukaskattur er lagður á þá fjárhæð.
    3. Þátttökugjöld fyrir Gefðu fimmu áskoranirnar eru ekki endurgreidd.
    4. Ekki er hægt að skrá einstakling til þátttöku í áskorun nema að greiða þátttökugjald.
  3. Endurgreiðslur
    1. Sé óskað þess að draga til baka styrk ákskorun og óska endurgreiðslu skal hafa samband við 1881 Góðgerðafélag í gegnum tölvupóstfangið [email protected]
  4. Persónuvernd og öryggi
    1. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
  5. Varnarþing
    1. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Ef eitthvað í texta þykir óljóst eða orka tvímælis er velkomið að senda athugasemdir til 1881 Góðgerðafélags með tölvupósti á netfangið [email protected].