Spurt og svarað

Hvað er Gefðu fimmu?

Gefðu fimmu er skemmtilegt hreyfi- og fjáröflunarátak, þar sem þátttakendur geta gert sjálfum sér og öðrum gott, gefið til góðs málefnis og skorað á vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga um að gera slíkt hið sama. Við stefnum á að veggfóðra samfélagsmiðla með áskorunum, búa til mikla stemningu og keppni milli einstaklinga og fyrirtækja.

Hvernig virkar Gefðu fimmu?

Allar upplýsingar um fyrirkomulagið er að finna hér á vefnum gefdufimmu.is, þar sem þú velur, ýmist labba, hlaupa eða hjóla, hversu langt þú ætlar og tilgreinir styrktarupphæðina. Síðan sendir þú áskorun á samfélagsmiðlum á fimm vini þína um að gera slíkt hið sama. Fyrir þátttökuna færð þú einnig viðurkenningu til að deila á samfélagsmiðlum og góða samvisku, fyrir að leggja góðu máli lið.

Hvað er ég að styrkja?

Allur ágóði rennur óskertur í Fjársjóð barna, nýstofnaðan sjóð sem styrkir verkefni sem stuðla að aukinni velsæld, velferð og hamingju barna. Fyrsta úthlutun sjóðsins mun renna til Rjóðurs, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Markmið Fjársjóðs barna er einnig að styrkja fleiri verkefni í framtíðinni og er það trú okkar og von að landsmenn taki vel í framtakið og geri þátttökuna að léttum og skemmtilegum leik í leiðinni.

Hvað er Rjóðrið?

Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Rjóðrið gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífi fjölskyldna langveikra barna. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á starfsemi Rjóðursins sem hefur þurft að loka allri starfsemi á tímabili. Þrátt fyrir erfiða mánuði ríkir mikil jákvæðni og dugur hjá starfsfólki og börnunum sem þar dvelja og okkar von er að geta veitt þeim veglegan fjárhagslegan stuðning.